Azerbadjan, Georgía og Armenía

Til Kákasuslandanna

Mikill áhugi virðist vera á þessari ferð og margir hafa þegar skráð sig sem áhugasama. Upplýsingar um verð og þess háttar eru birtar hér en með afgerandi fyrirvara. Þeir sem hafa hug á að slást í þessa för ættu að hafa samband við mig fyrr en síðar. Það er aðkallandi.

Það skal ítrekað að EKKI verður önnur ferð til Kákasuslandanna en þessi 2007

Ferð til Kákasuslandanna Armeníu, Georgíu og Azerbadjan30.apríl-20.maí

Kákasuslöndin þrjú sem ætlunin er að sækja heim hafa um allar tíðir verið einstakt svæði. Öldum og jafnvel árþúsundum saman hafa þau verið brú milli heima, skjól þjóða á flótta og eldgamalla ættbálka og þar hafa dafnað og hnigið veldi keisara sem hirðingjahópa. Það er ekki lengra en nokkrir áratugir síðan karlar í ýmsum héruðum Georgíu klæddust búningum fornmanna og sveifluðu sverðum.

Að sumu leyti má líkja Kákasuslöndunum við Balkanskagalöndin: það er engu líkara en svæðið rúmi ekki alla þá sögu og atburði sem þar hafa átt sér stað á tiltölulega litlu svæði.

Þau lentu öll undir Sovétríkjunum og þeim hefur gengið misjafnlega að fóta sig eftir að þau urðu sjálfstæð og efnahagur þeirra byggir á mjög ólíkum grunni, hvort sem við tölum um vínin í Georgíu eða olíulindirnar í Azerbadjan að ekki sé minnst á hið fræga armenska koníak.Þau búa að ólíkri arfleifð og það er ástaroghaturssamband milli þeirra allra þriggja.En öll eiga sameiginlega mikla og merka arfleifð og fegurð í landslagi sem ekki verður til margs jafnað.Þau eru eins konar mósaík sem sett eru saman úr mörgum litlum listaverkum.

30.apríl Flogið til Kaupmannahafnar kl. 7,45 og þaðan með Austrian Airlines til Vínar. Eftir stutt stopp áfram til Baku, höfuðborgar Azerbadjan. Við lendum um 3 leytið um nóttina en hafa ber í huga að Azerbadjan er 4 klst á undan Íslandi, svo kl. Erum 11 að okkar tíma. Baku er á suðvesturhluta Abssheronskagans og borgir stendur í eins konar boga við Kaspíahafið. Vitað er um búsetu í Baku frá öðru árþúsundi fyrir Krist en fyrstu heimildir um Baku sem borg fundust í arabískum handritum frá 8.0ld f.Kr.

1.maí Á flugvelli tekur fulltrúi ferðaskrifstofunnar á móti hópnum Gengið frá áritunum og inn á Premium hótel sem er sérstaklega fallegt hótel á góðum stað í borginni. Svo hvílum við okkur vel og huggulega en flugferðin er þægileg svo við ættum að vera í góðu standi eftir nokkurn svefn.

-Morgunverður. Eftir notalega hvíld er skoðunarferð um Baku. Við förum í gamla borgarhlutann sem er litríkur og glaðlegur, förum í hallir, moskur og kirkjur.Múrinn umhverfis borgina er á fornminjaskrá UNESCO. Virðum fyrir okkur musteri eldsins en i Azerbadjan er nokkur hefð Zorostriana. Margir sem komnir eru á stútungsaldurinn muna eftir njósnaranum Richard Sorge en hann bjó í Baku á sínum tíma og þar er minnismerki um hann. Ekki má gleyma að skákmeistarinn Garry Kasparov er frá Baku.Kvöldverður á hótelinu

2.maí MorgunverðurFerð út til Gobustan sem er eins konar eldfjalla eyðimörk suðvestur af Baku með stönd Kaspíahafsins. Þarna sjáum við merkilegar hellaristur sem taldar eru tíu þúsund ára gamlar. Hádegisverður og aftur til Baku og komum við í teppaverksmiðju en rík hefð er fyrir teppagerð í Azerbadjan.Frjáls tími síðdegisKvöldverður á Caravansery veitingahúsinu og þar er músík og hopp og hí.Gistum á Premium sem fyrr

3. maí MorgunverðurVið höldum til Sheky undirfallegs lítils bæjar sem kúrir við Kákasusfjöllin. Á leiðinni stoppað við Grafhýsin sjo, minnismerki Siri Baba. Skoðum okkur um í Sheky og síðan gistum við í dæmalaust skemmtilegu hóteli í gamalli vagnlestastöð. Þar eru herbergi þokkaleg en allt miðlungs en umhverfið öldungis makalaust. Allar máltíðir innifaldar.

4.maí MorgunverðurUm morguninn förum við í Khan höllina í Sheky, skoðum handverksvinnustofu og ikona sem Sheky er frægt fyrir. Keyrt til Ladokeki, landamærin við Georgiu og gengið frá áritunum.Þar skiptum við um bíl og georgiski gædinn tekur á móti okkur. Við byrjum í Kaheti sem er eintthvert frægasta vínhérað Georgiu. Komum við í Gremi sem er frægt menntasetur frá 16.öld og þegar við komum til Telavi borðum við og gistum á einkaheimilum.

5.maíMorgunverðurUm morguninn skoðum við Alaverdi dómkirkjuna frá 11.öld og höll Irakli 2. síðasta konungs Georgíu. Í Tsinandali skreppum við í vínverksmiðju og smökkum á en Georgíumenn eru frægir fyrir góð borðvín. Við keyrum til Gurjanani sem er lítill bær og þar heimsækjum við fjölskyldu og borðum hádegismat hjá henni.Á leiðinni til Tbilisi skoðum við Sighnagi, einn af þekktum fjallabæjum í Georgíu sem er umlukinn eldgömlum múr. Þaðan er mikilfenglegt útsýni yfir Alazanidalinn og Kákasusfjöllin.Við komuna til Tbilisi tjekkum við inn á Varazi hóteli sem er gott og notalegt og þar borðum við einnig kvöldverð.

6.maíMorgunverðurTbilisi hefur verið höfuðborg Georgíu síðan á 5.öld og á sér heillandi sögu. Hún er stofnuð á 4.öld af Vakhtang Gorgasali konungi og einkum mun hafa ráðið staðarvali að þar eru heitar lindir í grenndinni. Smám saman varð Tbilisi ein helsta borg Kákasuslandanna og á 12.öld var hún talin ein mikilvægasta borg Miðausturlanda í pólitíku, efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Hún var á Silkileiðinni og nánast á mörkum Evrópu og Asíu.Gamli borgarhlutinn er fjölskrúðugur og þar blandast saman hvers kyns áhrif allra þeirra þjóða sem um svæðið hafa farið um aldirnar. Þar eru moskur, synagogur og kirkjur og arkitektúrinn þykir einstaklega fallegur. Getur að líta gamlar útskornar timburbyggingar, og þarna eru merkileg brennisteinsböð sem sótt hafa verið af skáldum og konungum, tónlistarfólki að ógleymdri alþýðu manna. Markaðurinn er skautlegur og þar er margur girnilegur varningurinn.Við skoðum bæinn, göngum um þröngar götur gamla hlutans, vitjum merkra staða svo sem Listasafn og gamlar kirkjur, verslunargötur og annað sem vert er að skoða og er það raunar meira en við komumst yfir á einum degi.

7. maíMorgunverðurVið förum nú til Mtskheta sem er forn höfuðborg Georgíu, um 20 km frá Tbilisi. Vísindamenn telja þann stað rekja sig til 2. árþúsunds fyrir Krist. Á þessum stað tóku Georgíumenn kristni í byrjun fimmtu aldar. Viðeigandi er að skoða þar nokkrar kirkjur og og klaustur. Bærinn og merkustu byggingar þarna eru á heimsminjaskrá UNESCO. Síðan liggur leiðin til Gori þar sem Jósef sálugi Stalín var fæddur og skoðun safm sem er þar um einræðisherrann. Þar fyrir utan er eina styttan sem hefur verið látin standa af Stalín. Einnig í hellabæinn Uplistsikhe, sem mun vera frá 7.öld fyrir Krist. Þar eru stórkostlegir hellar. Höldum svo til suðurhluta Georgíu uns við komum til Bakuriani sem kúrir inn á milli Kákasusfjallanna í 1500 m hæð yfir sjávarmál. Gistum þar í Villa Palace hóteli.

8.maíMorgunverðurHeils dags skoðunarferð um borgina Akhaltsike og meðfram Kurafljóti og til Vardzia sem er í Meskheti héraði. Þetta er 13.aldar hellaborg sem hin fræga drottning Tamara lét reisa í lok 12.aldar. Við gerum stans við ýmsa staði sem tengjast fornum tíma.Gistum aftur í Bakuriani.

9.maíMorgunverðurAð því búnu förum við í Borjomi garð og smökkum heilnæmt vatn í uppsprettum þar. Keyrum til vesturs til Kutaisi sem er einstaklega fallegur staður og á sér sögu aftur til 13.aldar f.Kr. Skoðum þar klaustur og kirkjur og horfum á fagurt útsýni til fjalla og dala.Þegar komið er til Kutaisi gistum við á einkaheimili og borðum þar.

10.maíMorgunverðurÞennan dag liggur leiðin eftir hraðbrautinni til Gudauri sem er þjóðleiðin til Rússlands en við bíðum með för þangað og stefnum upp í Kákasusfjöll. Komum við í Pasanari þorpi þar sem við prófum þjóðarréttinn kinkali. Keyrum upp með Aragvi ánni til Gudauri sem er eftirsóttur skíðastaður á vetrum og er í 2000 m hæð. Tré ættu að vera í blóma og þarna er undurfagurt.Gistum á Hótel Truso.

11.maíMorgunverðurVið förum um Hærri Kákasus og um Jvari skarðir niður til Kazbegi. Það er umlukt háum fjöllum og hæst er Kazbek fjall, rúmlega 5 þúsund metra hátt. Þetta hérað er eitt vinsælasta göngu og útivistarsvæði í landinu.Við göngum í rólegheitum upp í Gergeti Sameba kirkju sem gnæfir þar á fjallatindi og höfum þaðan magnað útsýni til fjallsins hæsta.Ef einhver er hikandi við gönguna upp er hægt að fá jeppaakstur langleiðina.Aftur til Gudauri og gist þar.

12.maíMorgunverðurEftir morgunverð stefnum við aftur til Tbilisi. Þar förum við á helsta útsýnisstað og horfum yfir borgina, vitjum götulistamanna og markaðurinn rannsakaður. Síðan tjekkað inn á hótelinu Varazi

13. maíMorgunverðurFrjáls dagur í Tbilisi

14. maíMorgunverðurUm morguninn keyrum við út í Gareji sem er eins konar eyðimörk og út að David Gareji klaustrinu sem var stofnað á 6.öld af heilögum Davíð. Þar eru einstakar freskó myndir og margt annað stórbrotið að sjá.Til Tblisi og gistum þar.

15.maíMorgunverðurNú er stefnt til landamæranna við Armeníu. Gengið frá áritunarmálum og við hittum nýjan leiðsögumann. Farið um Haghpat, norðurhlutann sem er einstakur að fjallafegurð. Við sækjum heim fornar mennta og menningarstofnanir í Haghartsin og til skógarsvæðisins Diljian þar sem allt er gróðri vafið. Við höldum áfram til Sevanvatns og gistum í Tufenkian hóteli sem er 4ra stjörnu hótel.

16.maíMorgunverðurSkoðum okkur um við Sevanvatn en það er 2000 m yfir sjávarmáli, skoðum kirkjur og önnur minnismerki á skaganum og komum við í Garni sem er frá 1.öld þegar Grikkir voru á þessum svæðum. Við heimsækjum fjölskyldu í Garni og sjáum hvernig Armenar baka brauðið sitt, sem er kallað lavash. Við komuna til Jerevan tjekkum við inn á Ani Plaza sem er 3ja stjörnu hótel í miðborginni.

17.maíMorgunverðurFörum um borgina og skoðum handritasafn þar sem talið er að ýms elstu handrit heims séu. Við sjáum safn til minningar um fjöldamorð Tyrkja á Armenum og rekum nefin inn í koníaksverksmiðju en armenskt koníak er frægt.Frjáls tími síðdegis.Gist á Ani Plaza

18.maíMorgunverðurHöldum í suðurátt til Khor Virap en þaðan er best útsýni til Ararat fjallsins en þar segir sagan að Nói og hans stóra fjölskylda hafi lent örk sinni. Khor Virap er frægt pílagrímssetur Gregorys þess er boðaði kristni í Armeníu og sat 13 ár í fangelsi fyrir vikið. Við skoðum fleiri fallega staði þar og höldum svo aftur til Jerevan og þá geta menn skroppið á markað eða varið tímanum að eigin ósk.Gist á Ani Plaza

19.maíTil Echmiadzin þar sem er aðsetur patriarka Armensku kirkjunnar og hvers lags dýrgripi má þar finna. Einnig eru þar rústir og menjar annarra átrúnaða. Einnig í Hripsimie kirkju og umhverfi og staðirnir sem við sækjum heim anda frá sér ævagamalli fegurð og kyrrð. Aftur til JerevanGist á Ani Plaza

20.maíMorgunverðurTil flugvallar árla og heim á leið. Lent í Vín og svo áfram til Kaupmannahafnar. Komið þangað klukkan rúmlega níu um morguninn. Heimferð til Íslands kl. 14.

Innifalið er:Flug, allir skattarGisting(tvívegis gist í heimahúsum)Vegabréfsáritanir til allra landanna þriggjaMorgunverðurHádegisverður alla dagana nema 14.maíKvöldverður alla dagana, nema 14.maíÖll keyrslaAllar skoðunarferðir sem upp eru taldarAðgangseyrir að stöðum sem heimsóttir eru og taldir upp í áætlun.Ein vatnsflaska á dagEnskumælandi leiðsögumaðurÍslensk fararstjórnTips til burðarmanna á flugvöllum og hótelumTips til staðarbílstjóra og leiðsögumanna

Ekki innifalið:Persónuleg útgjöld, þvottur, vín, sími og þess háttar

Verð á þessari ferð 350 þúsund krónur. Miðað er við 24 farþega

Aukagjald fyrir eins manns herbergi 500 dollarar

Greiðslur:Staðfestingargjald 20 þús. greiðist fyrir 15.okt1.greiðsla 55 þús 1.nóvember2.greiðsla 55 þús 1.desember3.greiðsla 55 þús 1.jan4.greiðsla 55 þús 1.febr.5.greiðsla 55 þús 1.mars6. greiðla 55 þús. 1. apr.

Bið ykkur lengstra orða að borga á réttum tíma.